Sunday, August 25, 2013

Systratími

Eru ekki systur yndislegar? Mín er allavega dásamleg og sú allra besta. Við höfum alltaf verið bestu vinkonur þrátt fyrir 10 ára aldursmun. Fyrst dröslaðist ég með hana í kerru og þóttist vera mamma hennar en áður en við vissum af vorum við farnar að trúa hvor annarri fyrir leyndarmálum. Nú erum við báðar mæður... stelpumömmur.... og þá er dásamlegt að fá þær mæðgur í heimsókn í klettinn okkar í sleep-over. Elísabet Erla dóttir systur minnar er mikill stuðbolti og elskar að vera með frænkum sínum. Fyrir stuttu komu þær mæðgur til okkar og gistu. Við fórum í göngutúra, berjamó, kínverska skák, fimbulfamb, tókum kósý-kvöld, busluðum í baði, fórum í sund og elduðum dýrindis mat. 

Elísabet Erla og Valý Karen

Þóra Guðrún tekur á móti frænku sinni

Valý Karen að súpa

Stuð í baði

Kínverks skák undirbúin

Nautakjöt á grillinu og allt í gangi

Stuðboltinn mikli

Brunch

Berjamó
Elísabet Erla

Valý Karen

1 comment:

  1. Þetta var yndislegt í alla staði. Kossar og knús á fjölskyldunar í Arnarkletti

    ReplyDelete