Wednesday, September 11, 2013

Sveitahátíð

Það sem mér finnst mjög sjarmerandi við lítil bæjarfélög eru sveitahátíðirnar. Þær eru ólíkar, sumar stórar í sniðum og aðrar minni. Í sumar var til að mynda Brákarhátíðin hér í Borgarnesi sem er í stærri kantinum en um daginn var hausthátíð Kaupfélagsins. Sú hátíð er minni í sniðum en árleg, allir mæta á svæðið og fá sér pulsur og heilsteikt lambakjöt, smakka skyrtertur og mygluosta... klappa dýrum og sníkja ís eða heimagerðan sleikjó. Við fjölskyldan létum þessa hátíð ekki fram hjá okkur fara frekar en fyrri daginn og skoðuðum gúmmístígvél og veiðistangir meðan við sötruðum heitt kaffi/kakó, fórum á hestbak og horfðum á reipitog og fleiri þrautir heimamanna nær og fjær. Gott spjall við sveitunga fylgdi svo með í kaupbæti. Ég tók nokkrar myndir og er dálítið ósátt við vinnsluna hjá mér en ég nennti ekki að laga þetta svo ég smelli þeim með. Njótið!

Er þetta beikon?

Góðan daginn Mr. Pig



Valý Karen lét sér fátt um finnast
                        
Ekkert sem toppaði þetta!