Saturday, November 22, 2014

Hrekkjavaka

Hrekkjavakan var haldin hátíðlegt þetta árið. Ég er ekki vön að spá mikið í þeirri hátíð, búningarnir látnir bíða til öskudagsins. En núna langaði mig að halda partý, hryllingspartý! Dæturnar voru heldur betur til í það og við buðum vinum okkar og hófum undirbúning. Ég sankaði að mér köngulóm og öðrum hlutum sem passað gætu í skreytingar og fjölskyldan dundaði sér við föndurgerð og skreytingar kvöldið fyrir hrekkjavöku. Hrekkjavaka er keltneskur hátíðisdagur en þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðuð koma vetrarins. Hrekkjavaka er  haldin 31. október og nefnist eins og allir þekkja Hallowe´en á enskri tungu.

Graskerið skorið út

Föndruðum drauga 
Einar skar út grasker og stelpurnar föndruðu drauga úr servíettum og klósettpappír. Við spáðum svolítið í þessu með graskerið og komumst að því að hefð hafði myndast fyrir því, á Írlandi og Skotalandi að koma brennandi kertum fyrir í útskornum næpum. Einnig voru bálkestir tendraðir. Síðar fór fólk að setja á sig grímur og hrekkja vini og vandamenn.  

Draugur í "lausu" lofti

Ekki slæmt fyrir 1. tilraun 

Húsmóðirin tók sig svo til og skreytti húsið með köngulóarvef o. fl.  eins og sjá má: 

Herbergi heimasætanna


Uppdekkað borð

Sjálflýsandi borðar í glugga

Má bjóða ykkur bollaköku með könguló eða blóði ?

Á hrekkjavökunni sjálfri máluðum við okkur, settum draugahljóð í tölvuna, slökktum ljósin og biðum eftir gestunum. 

Upprisin Elsa úr Frozen

Köngulóarkonan

Mr. Death

Húsráðendur í hryllingshúsinu

Komnar með bráðina

Og svo var hryllingshúsið opnað fyrir gestum og gangandi óvættum

Blóð María

Ekki vildi maður mæta þessum í dimmu húsasundi

Illa skorin og afturgengin

Þessi bjargar fáum

Múmía

Vampíra

Hver vinnur bardagann??

Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér ógurlega..... gúffað í sig blóðugum pizzum og köngulóarbollakökum, sleikjóum og fleira góðgæti. Dásamlega góð stund með vinum og börnin nutu sín í botn. Mælum meðissu!

Tuesday, October 28, 2014

Fjöruferð

Enn ein fjöruferðin á dagskrá. Við lögðum af stað í björtu og ætluðum í skelja og steinaleit í fjöruborðinu. Við villtumst aðeins af leið en fundum loksins fallega litla fjöru sem við höfðum ekki komið í áður.




Allir voru í stuði og til í að finna fallega skeljar, jafnvel krossfiska og ígulker ef heppnin yrði með okkur.


Ekki var annað hægt en að dást að fallegu sólarlagi.



Kuldinn beit aðeins í og sumir þurftu mömmu til að hughreysta sig.

Foreldrunum leist nú samt ekki alveg nægilega vel á fjöruna. Drullan var mikil og dæturnar voru nú ekkert alveg á því að hlýða foreldrunum og óðu drulluna galvaskar. En þá kárnaði gamanið. Drullan var svo þétt í sér að erfitt var að komast ferðar sinnar.







Pabbinn óð að sjálfsögðu drulluna að hnjám og bjargaði heimasætunum úr frekari ógöngum. Þær voru hins vegar orðnar heldur kaldar og þáðu mömmunudd þegar að í bílinn var aftur komið. Á leiðinni heim sögðum við hvort öðru rökkursögur (léttari útgáfan af draugasögum) og þegar að heim kom beið heitt bað þeirra sem vildu og pizzunni fagnað af svöngum mallakútum.

Þóra Guðrún náði að tína nokkrar skeljar og steina áður en allt fór á versta veg og útsýnið var óviðjafnanlegt... ferðin var því velheppnuð þrátt fyrir allt.