Friday, October 18, 2013

Margt leynist í fjörunni

Við elskum fjöruferðir. Förum oft á ári. Dásamlegt að finna kraftinn í sjónum, hvítfissandi öldurnar, mjúkan sandinn, fagrar skeljar og heillandi kuðunga. Stelpurnar hafa sérstaklega gaman að því að skoða og leita uppi það sem hafið hefur skilað af sér. Þara, krabbaklær, skeljar og kuðunga... einstaka marflær, ígulker, pétursskip, marglittur og ekki má gleyma mannanna drasli. Það getur líka heillað. Einn latan laugardag ákváðum við að hrista aðeins upp í mannskapnum, leyfa rokinu að þeyta okkur í Akrafjöruna góðu. Við tíndum skeljar og steina sem við hreinsuðum þegar að heim kom og límdum svo á lítil box sem ég sýni ykkur í næsta bloggi. Boxin geyma svo skart heimasætanna. Að sjálfsögðu hlýjuðum við okkur, eftir fjöruferðina, í Geirabakarí, fengum okkur heitt kakó og marsipan áður en haldið var heim og leið og föndrað. En látum myndirnar tala sínu máli. 

Hittum hesta á leið okkar

Komin í Akrafjöruna 

Ígulker


Skeljar



Valý Karen með pabba sínum


Akrafjara
Stuðsystur


Marglitta

Systurnar í Akrafjöru

Togað í þara

Krabbakló




Á heimleið

Stoppað í Geirabakarí








Monday, October 7, 2013

Haustföndur

Ég strengdi þess heit þennan meistaramánuðinn að föndra meira með dætrum mínum. Sólríkur sunnudagur hentaði vel í það verkefni. Best var að við gátum sameinað föndrið við góða útiveru. Skallagrímsgarðurinn beið okkar litríkur og fallegur og við tíndum laufblöð í öllum regnbogans litum + nokkra köngla. Ekki var annað hægt en að velta sér í laufunum og klifra í trjánum. Sólin lýsti upp garðinn og litirnir urðu svo sterkir og fagrir. Ég var glöð að hafa tekið myndavélina með. Föndur er mjög góð fjölskylduskemmtun og við höfum verið mikið í því að perla, lita og klippa, líma og leira með okkar dætrum. Um að gera að hafa þetta einfalt svo allir geti tekið þátt en ég læt myndirnar tala sínu máli.

Fallegu trjágöngin í Skallagrímsgarði

Könglaleit

Nei sko, fann einn góðan




Litadýrðin dásamleg

"Að gera engil í laufin"

Tókst svona vel :)

Herdís María 

Þóra Guðrún

Þetta er ungt og leikur sér



Gömlu gömlu....

Valý Karen

Fallegi Skallagrímsgarður

Heim komið og föndurgerð í vændum

Einfaldara getur þetta ekki orðið

Góð stund hjá okkur

Þóru Guðrúnar listaverk

Herdísar Maríu listaverk

Systurnar í Arnarkletti :)

Fallegar skreytingar

Thursday, October 3, 2013

Við elskum haustin

Ég elska þegar fer að hausta. Birtan verður önnur, rómantísk og mjúk. Nátúran klæðir sig í litríkan og fallegan búning og undirbýr sig fyrir veturinn. Loftið verður ferskt og göngutúrar eru kærkomnir. Við setjum á okkur þykka trefla og förum í loðskóna,  kveikjum á kertum á kvöldin, kúrum undir teppum og förum í þykk flónelsnáttföt og dúnsokka. Svo styttist í aðventuna... ekki er það nú verra. Hér fylgja nokkrar myndir - göngutúr í Einkunnum og hjólatúr með elstu heimasætunni. Svo er nú alltaf gott að fá pönnsur hjá ömmu.