Friday, October 18, 2013

Margt leynist í fjörunni

Við elskum fjöruferðir. Förum oft á ári. Dásamlegt að finna kraftinn í sjónum, hvítfissandi öldurnar, mjúkan sandinn, fagrar skeljar og heillandi kuðunga. Stelpurnar hafa sérstaklega gaman að því að skoða og leita uppi það sem hafið hefur skilað af sér. Þara, krabbaklær, skeljar og kuðunga... einstaka marflær, ígulker, pétursskip, marglittur og ekki má gleyma mannanna drasli. Það getur líka heillað. Einn latan laugardag ákváðum við að hrista aðeins upp í mannskapnum, leyfa rokinu að þeyta okkur í Akrafjöruna góðu. Við tíndum skeljar og steina sem við hreinsuðum þegar að heim kom og límdum svo á lítil box sem ég sýni ykkur í næsta bloggi. Boxin geyma svo skart heimasætanna. Að sjálfsögðu hlýjuðum við okkur, eftir fjöruferðina, í Geirabakarí, fengum okkur heitt kakó og marsipan áður en haldið var heim og leið og föndrað. En látum myndirnar tala sínu máli. 

Hittum hesta á leið okkar

Komin í Akrafjöruna 

Ígulker


Skeljar



Valý Karen með pabba sínum


Akrafjara
Stuðsystur


Marglitta

Systurnar í Akrafjöru

Togað í þara

Krabbakló




Á heimleið

Stoppað í Geirabakarí








4 comments:

  1. Þið eruð æðibitar. Þykir ofurvænt um ykkur og hlakka til morgundagsins. xoxo

    ReplyDelete
  2. xoxox takk sömuleiðis. Einar hlakkar sérstaklega til þegar að hann heyrði hvað væri á matseðlinum.

    ReplyDelete
  3. Flottar myndir, göfugt yndislegt móttó að vera hamingjusöm !
    spennandi flottur vefur, hlakka til að fylgjast með :=)

    ReplyDelete
  4. Flottar myndir, serstaklega thessi med kindunum og himinnn svona tilbuin i eh gratt og duludlegt.

    ReplyDelete