Tuesday, November 5, 2013

Meira föndur

Við fjölskyldan höfum farið í nokkrar fjöruferðirnar með það fyrir augum að tína skeljar og steina í föndur. Þegar heim er komið þarf svo að þurrka og hreinsa skeljarnar og steinana áður en föndrað er.


Síðan er gott að setja góssið í klór til helmings við vatn. Varast þarf að hafa skeljarnar of lengi í klórnum því þá fara þær að eyðast.

   

Hér sjáiði hvað skeljarnar verða hreinar og bjartar. 

 

Þegar að þessu er lokið er hægt að föndra margt skemmtilegt. Við byrjuðum á "englaljósi" eins og stelpurnar kalla það. Í það þarf krukku, blúndu/efnisbút, lím og steina úr fjörunni. Að endingu er einu sprittkerti skellt í. Þetta er ofureinfalt eins og sjá má.


 


Eins og þið sjáið erum við ekkert að finna upp hjólið. Við fáum bara hugmyndir að láni héðan og þaðan og reynum að hafa þetta sem einfaldast svo allir geti tekið þátt. 

Svo er hægt að líma skeljarnar á hvað sem er. Hér settum við skeljar, skeljasand og glimmer á myndakarton. 




Þetta kemur vel út og dömurnar ánægðar með útkomuna. Góð fjölskylduskemmtun. 


1 comment:

  1. yndislegt ad thid erud svona dugleg ad fondra og lika eh fallegt og nytsamlegt. Flott englaljosid.

    ReplyDelete