Monday, October 7, 2013

Haustföndur

Ég strengdi þess heit þennan meistaramánuðinn að föndra meira með dætrum mínum. Sólríkur sunnudagur hentaði vel í það verkefni. Best var að við gátum sameinað föndrið við góða útiveru. Skallagrímsgarðurinn beið okkar litríkur og fallegur og við tíndum laufblöð í öllum regnbogans litum + nokkra köngla. Ekki var annað hægt en að velta sér í laufunum og klifra í trjánum. Sólin lýsti upp garðinn og litirnir urðu svo sterkir og fagrir. Ég var glöð að hafa tekið myndavélina með. Föndur er mjög góð fjölskylduskemmtun og við höfum verið mikið í því að perla, lita og klippa, líma og leira með okkar dætrum. Um að gera að hafa þetta einfalt svo allir geti tekið þátt en ég læt myndirnar tala sínu máli.

Fallegu trjágöngin í Skallagrímsgarði

Könglaleit

Nei sko, fann einn góðan




Litadýrðin dásamleg

"Að gera engil í laufin"

Tókst svona vel :)

Herdís María 

Þóra Guðrún

Þetta er ungt og leikur sér



Gömlu gömlu....

Valý Karen

Fallegi Skallagrímsgarður

Heim komið og föndurgerð í vændum

Einfaldara getur þetta ekki orðið

Góð stund hjá okkur

Þóru Guðrúnar listaverk

Herdísar Maríu listaverk

Systurnar í Arnarkletti :)

Fallegar skreytingar

1 comment:

  1. Æðislega skemmtilegt föndur hjá ykkur og gaman fyrir alla þegar svona fínerí endar svo uppá vegg :)

    -Jenný Halla

    ReplyDelete