Hrekkjavakan var haldin hátíðlegt þetta árið. Ég er ekki vön að spá mikið í þeirri hátíð, búningarnir látnir bíða til öskudagsins. En núna langaði mig að halda partý, hryllingspartý! Dæturnar voru heldur betur til í það og við buðum vinum okkar og hófum undirbúning. Ég sankaði að mér köngulóm og öðrum hlutum sem passað gætu í skreytingar og fjölskyldan dundaði sér við föndurgerð og skreytingar kvöldið fyrir hrekkjavöku. Hrekkjavaka er keltneskur hátíðisdagur en þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðuð koma vetrarins. Hrekkjavaka er haldin 31. október og nefnist eins og allir þekkja Hallowe´en á enskri tungu.
 |
Graskerið skorið út |
 |
Föndruðum drauga |
Einar skar út grasker og stelpurnar föndruðu drauga úr servíettum og klósettpappír. Við spáðum svolítið í þessu með graskerið og komumst að því að hefð hafði myndast fyrir því, á Írlandi og Skotalandi að koma brennandi kertum fyrir í útskornum næpum. Einnig voru bálkestir tendraðir. Síðar fór fólk að setja á sig grímur og hrekkja vini og vandamenn.
 |
Draugur í "lausu" lofti |
 |
Ekki slæmt fyrir 1. tilraun |
Húsmóðirin tók sig svo til og skreytti húsið með köngulóarvef o. fl. eins og sjá má:
 |
Herbergi heimasætanna |
 |
Uppdekkað borð |
 |
Sjálflýsandi borðar í glugga |
 |
Má bjóða ykkur bollaköku með könguló eða blóði ? |
Á hrekkjavökunni sjálfri máluðum við okkur, settum draugahljóð í tölvuna, slökktum ljósin og biðum eftir gestunum.
 |
Upprisin Elsa úr Frozen |
 |
Köngulóarkonan |
 |
Mr. Death |
 |
Húsráðendur í hryllingshúsinu |
 |
Komnar með bráðina |
Og svo var hryllingshúsið opnað fyrir gestum og gangandi óvættum
 |
Blóð María |
 |
Ekki vildi maður mæta þessum í dimmu húsasundi |
 |
Illa skorin og afturgengin |
 |
Þessi bjargar fáum |
 |
Múmía |
 |
Vampíra |
 |
Hver vinnur bardagann?? |
Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér ógurlega..... gúffað í sig blóðugum pizzum og köngulóarbollakökum, sleikjóum og fleira góðgæti. Dásamlega góð stund með vinum og börnin nutu sín í botn. Mælum meðissu!
va ekkert sma flottar skreytingar. Ther likt ad go all out thegar ad thu akvedur ad gera eh nytt. Wish I was there.
ReplyDelete