Sunday, August 18, 2013

Skarðsvíkin okkar

Fljótlega eftir að við Einar kynntumst sagði hann mér frá stað, stað sem að hann sagði fallegastan á landinu. Á þessum stað eru svartir hamrar hvíslaði hann, gulur sandur, hvítfrissandi öldur og blár himinn. Ferskt sjávarloftið fyllir vitin og ef heppnin er með okkur sjáum við seli eða stökkvandi fiska. Fuglarnir svífa um og yrðlingar skjótast á milli gjóta. Þessi staður er Skarðsvík á Snæfellsnesi. Einar fór síðar með mig á þennan stað og ég var sammála honum, þetta er fallegasti og rómantískasti staður á Íslandi. Þar sem ég boraði tánum í heitan sandinn og horfði út á haf gat ég ómögulega séð fyrir trúlofun okkar Einars nokkrum árum síðar á þessum sama stað. Við Einar höfum síðan farið amk. eina ferð um Snæfellsnesið á ári frá því að við hófum búskap og alltaf stefnt á Skarðsvík. Eitt sumarið náðum við aðeins í Stykkishólm en annars hefur Skarðsvíkin fengið okkur í heimsókn á hverju ári. Dásamlegri stað vitum við ekki um og í dag fórum við. Skarðsvíkin beið okkar fögur sem aldrei fyrr, blautur sandur og ferskir vindar léku við okkur og sjórinn kítlaði tær dætra okkar. 

Með frumburðinn undir belti - 2007

Herdís María fædd og Þóra Guðrún komin í bumbu - 2008

Skarðsvík í  hífandi roki 2009

Ekki alltaf auðvelt að ná góðri mynd ! - 2010

Trúlofun 2011

Stykkishólmur 2012

Skarðsvík 2013 - Valý Karen mætt 

1 comment:

  1. dasamlegt ad eiga stad sem hefur svona mikla thydingu fyrir ykkur og gaman ad sja nyja mynd fyrir hvert ar

    ReplyDelete