Monday, August 12, 2013

Hamingjublogg??

Af hverju að blogga? Já, ég spyr mig. Ég gæti kennt fæðingarorlofinu um en skýringin er líklega sú að mitt týnda, innra skáld vill komast út. Eða á ég að segja týndi listamaður? Ég hef nefninlega mikinn áhuga á ljósmyndun og langar að þreifa aðeins fyrir mér í því. Ég hef gaman af því að gera lífið fallegra hvort sem er með máli eða myndum. Ég hef allavega sett mér eitt markmið með þessu bloggi og það er að skrifa um það sem gerir mig hamingjusama, hvort sem það er fjölskyldan, hönnun, góður matur, ljósmyndun eða gamlir kallar með hatta.

Ég fékk meðfylgjandi mynd senda í tölvupósti á dögunum frá Þórsteini frænda mínum. Hún er tekin sumarið 1977 en þá bjó ég ásamt foreldrum mínum í Svíþjóð. Já maður var nú krútt á þessum árum.


No comments:

Post a Comment