Wednesday, August 14, 2013

Ég elska mat -0,7 kg

Já, ég hreinlega ELSKA mat. Núna er ég t.d. að hugsa um hvað við ættum að hafa í kvöldmatinn. Kíki á uppskriftir á netinu eða fletti uppskriftarbókum. Hallast helst að einhverju með hakki, því ég á nautahakk og fullt af grænmeti í ískápnum. 

En svo er það nú oft þannig að þeir sem ELSKA mat þurfa að passa aukakílóin og nú er ég komin með nett ógeð á aukakílóum meðgöngunnar. Ég ákvað því að taka til í mataræðinu (enn og aftur). Ég hef verið slæm í nára svo hreyfingin er af skornum skammti og því skiptir mataræðið enn meira máli.  Það getur verið erfitt að finna sér eitthvað gott að borða þegar að brauðið er á "bannlista" (nema spari). Í morgun fékk ég mér boozt með berjum og skyri og mér finnst mjög gott að starta daginn þannig. Ég borða svakalega mikið af ávöxtum og grænmeti. 

Núna var ég að enda við að klára hádegismatinn og fékk mér gómsætt túnfisksallat smurt ofan á gæðaskinku. Svo rúlla ég skinkunni upp, nomm nomm.  Í desert er svo kaffibolli, bragðbættur með möndlu og súkkulaðikaffi.  

Uppskrift af túnfisksallati:

1 dós túnfiskur í vatni
250 gr. kotasæla
3 egg (1 með rauðunni, 2 án hennar)
1/4 agúrka skorin smátt
smá rauðlaukur smátt skorinn
Salt og pipar

Stundum set ég epli líka eða skipti túnfisknum út fyrir skinkubita. 

Ég hef misst 0,7 kg. og mun þreyta ykkur með niðurtalningu eitthvað áfram enda er góður matur og góð heilsa eitthvað sem gerir mig afskaplega hamingjusama. Ef að ég elda eitthvað gott í kvöld læt ég ykkur vita. 


No comments:

Post a Comment